Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 12:43 Bjarkey Olsen ræddi ákvörðun sína við fréttamenn eftir fund. Vísir/Sigurjón Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“ Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“
Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35