Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skólaslit Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 12:53 Sushi var ekki fyrr komin úr skólanum áður en hún fór að reyna að komast aftur inn. Ljósmynd/Facebook Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“ Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“
Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01