Fótbolti

Ætlar ekki að tapa á móti Ís­landi:  „Síðasti leikur fyrir EM og við erum til­búnir“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tijjani Reijnders á æfingu með hollenska landsliðinu í gær, degi fyrir leikinn gegn Íslandi.
Tijjani Reijnders á æfingu með hollenska landsliðinu í gær, degi fyrir leikinn gegn Íslandi. ANP via Getty Images

Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan og hollenska landsliðsins, segir sigur Íslands gegn Englandi hafa sett Hollendinga upp á tærnar fyrir leik kvöldsins. 

Holland og Ísland mætast í vináttuleik á De Kuip leikvanginum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá. Upphitun og útsending á Stöð 2 Sport hefst 18:15. 

Hollendingar hituðu upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada í vináttuleik síðasta fimmtudag. 

„Tilfinningin er góð. Við náðum flottum úrslitum gegn Kanada í síðasta leik. Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir, Ísland er erfitt viðureignar en við erum klárir,“ sagði Tijjani í spjalli við Val Pál Eiríksson. 

Það kom honum aðeins á óvart að Ísland skyldi hafa unnið England síðasta föstudag á Wembley. Hann segir þetta hafa sett hollenska liðið upp á tærnar. 

„Já það gerði það svolítið. England er eitt af sigurstranglegri liðum mótsins þannig að þetta voru frábær úrslit fyrir Ísland og skerpti bara á okkur.“

Það sást á Englendingum hversu súrt það getur verið að tapa síðasta leiknum fyrir stórmót. Fjölmiðlar þar í landi og landsmenn margir virtust gefa upp vonina á titli. Tijjani segir því mikilvægt fyrir Holland að enda á hápunkti í kvöld. 

„Ég vona að við endum þetta á sigri svo andinn í áhorfendum verði ennþá betri fyrir mótið. Við erum klárir og ánægðir að spila á heimavelli á morgun. Við erum með góðan hóp, öllum semur vel og allir vita hvað markmiðið er. Við viljum sýna það og njóta þess að spila.“

Klippa: Tijjani Reijnders fyrir leikinn gegn Íslandi

Tengdar fréttir

Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi

Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×