Pönnukökumeistari með kaffi í pönnukökunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 20:04 Eygló Alexandersdóttir úr Reykjanesbæ og pönnukökumeistari landsmótsins en keppendur voru meðal annars leystir út með fullt af eggjum frá Nesbú á Vatnsleysuströnd til að geta bakað meira af pönnukökum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pönnukökumeistari Íslands var krýndur um helgina á landsmóti 50 plús en pönnukökur, sem meistarinn bakaði eru eftir uppskrift frá mömmu viðkomandi. Þá er leyndarmál í pönnukökunum því meistarinn notar kaffi út í þær, sem þykir mjög sérstakt. Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Pönnukökur Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Pönnukökur Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira