Utan vallar: Þeim er ekki sama núna Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2024 15:09 Phil Foden var líkt og aðrir enskir niðurlútur í leikslok. Getty Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira