„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 22:17 Gareth Southgate hefur án efa látið sína menn heyra það eftir leik. Eddie Keogh/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. „Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
„Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira