„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 21:38 Jóhann Berg Guðmundsson í góðra manna hópi í leik kvöldsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. „Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti