Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:26 Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu Richard Pelham/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. „Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
„Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00