Åge: Gott fyrir strákana Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:38 Åge Hareide var eðlilega ósáttur með tapið en segir framtíðina bjarta. EPA-EFE/Maciej Kulczynski Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. „Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira
„Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00