Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 08:00 Declan Rice ræddi við Val Pál Eiríksson fyrir leik Englands og Íslands á Wembley. skjáskot / stöð 2 sport Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. „Við eigum stórleik framundan gegn Íslandi, sá síðasti áður en við förum á EM. Auðvitað erfitt í dag þegar tilkynnt var um landsliðshópinn. Maður á marga góða vini sem urðu eftir en nú er fullur fókus á leikinn því við verðum að undirbúa okkur almennilega.“ Ísland komst ekki á EM og hefur fallið niður styrkleikalista undanfarin ár. Síðustu leikir gegn stórliðum hafa ekki farið vel en það er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. „Mjög gott lið. Við höfum verið að horfa á klippur af þeim. Þeir eru þéttir til baka og með gríðarleg einstaklingsgæði. Ég hef spilað gegn þeim áður og þeir voru erfiðir en þetta verður annað lið á morgun og við hlökkum til að taka á móti þeim.“ Það er landsmönnum öllum mjög eftirminnilegt þegar Ísland vann England á EM 2016. Declan horfði á leikinn og man eftir honum, en segir ensku landsliðsmennina ekki hafa rifjað hann upp í undirbúningnum. „Nei það held ég ekki. Það er búið og gert en var auðvitað alls ekki til fyrirmyndar. En fullt hrós á þá, betra liðið vann þann leik. Ég man eftir leiknum og þetta var mikið áfall en það sannar bara að í fótbolta má aldrei vanmeta andstæðinginn. Öll lið eru með gæði innanborðs og Ísland er engin undantekning.“ Klippa: Declan Rice ræðir leikinn gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
„Við eigum stórleik framundan gegn Íslandi, sá síðasti áður en við förum á EM. Auðvitað erfitt í dag þegar tilkynnt var um landsliðshópinn. Maður á marga góða vini sem urðu eftir en nú er fullur fókus á leikinn því við verðum að undirbúa okkur almennilega.“ Ísland komst ekki á EM og hefur fallið niður styrkleikalista undanfarin ár. Síðustu leikir gegn stórliðum hafa ekki farið vel en það er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. „Mjög gott lið. Við höfum verið að horfa á klippur af þeim. Þeir eru þéttir til baka og með gríðarleg einstaklingsgæði. Ég hef spilað gegn þeim áður og þeir voru erfiðir en þetta verður annað lið á morgun og við hlökkum til að taka á móti þeim.“ Það er landsmönnum öllum mjög eftirminnilegt þegar Ísland vann England á EM 2016. Declan horfði á leikinn og man eftir honum, en segir ensku landsliðsmennina ekki hafa rifjað hann upp í undirbúningnum. „Nei það held ég ekki. Það er búið og gert en var auðvitað alls ekki til fyrirmyndar. En fullt hrós á þá, betra liðið vann þann leik. Ég man eftir leiknum og þetta var mikið áfall en það sannar bara að í fótbolta má aldrei vanmeta andstæðinginn. Öll lið eru með gæði innanborðs og Ísland er engin undantekning.“ Klippa: Declan Rice ræðir leikinn gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira