Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 08:00 Declan Rice ræddi við Val Pál Eiríksson fyrir leik Englands og Íslands á Wembley. skjáskot / stöð 2 sport Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. „Við eigum stórleik framundan gegn Íslandi, sá síðasti áður en við förum á EM. Auðvitað erfitt í dag þegar tilkynnt var um landsliðshópinn. Maður á marga góða vini sem urðu eftir en nú er fullur fókus á leikinn því við verðum að undirbúa okkur almennilega.“ Ísland komst ekki á EM og hefur fallið niður styrkleikalista undanfarin ár. Síðustu leikir gegn stórliðum hafa ekki farið vel en það er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. „Mjög gott lið. Við höfum verið að horfa á klippur af þeim. Þeir eru þéttir til baka og með gríðarleg einstaklingsgæði. Ég hef spilað gegn þeim áður og þeir voru erfiðir en þetta verður annað lið á morgun og við hlökkum til að taka á móti þeim.“ Það er landsmönnum öllum mjög eftirminnilegt þegar Ísland vann England á EM 2016. Declan horfði á leikinn og man eftir honum, en segir ensku landsliðsmennina ekki hafa rifjað hann upp í undirbúningnum. „Nei það held ég ekki. Það er búið og gert en var auðvitað alls ekki til fyrirmyndar. En fullt hrós á þá, betra liðið vann þann leik. Ég man eftir leiknum og þetta var mikið áfall en það sannar bara að í fótbolta má aldrei vanmeta andstæðinginn. Öll lið eru með gæði innanborðs og Ísland er engin undantekning.“ Klippa: Declan Rice ræðir leikinn gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
„Við eigum stórleik framundan gegn Íslandi, sá síðasti áður en við förum á EM. Auðvitað erfitt í dag þegar tilkynnt var um landsliðshópinn. Maður á marga góða vini sem urðu eftir en nú er fullur fókus á leikinn því við verðum að undirbúa okkur almennilega.“ Ísland komst ekki á EM og hefur fallið niður styrkleikalista undanfarin ár. Síðustu leikir gegn stórliðum hafa ekki farið vel en það er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. „Mjög gott lið. Við höfum verið að horfa á klippur af þeim. Þeir eru þéttir til baka og með gríðarleg einstaklingsgæði. Ég hef spilað gegn þeim áður og þeir voru erfiðir en þetta verður annað lið á morgun og við hlökkum til að taka á móti þeim.“ Það er landsmönnum öllum mjög eftirminnilegt þegar Ísland vann England á EM 2016. Declan horfði á leikinn og man eftir honum, en segir ensku landsliðsmennina ekki hafa rifjað hann upp í undirbúningnum. „Nei það held ég ekki. Það er búið og gert en var auðvitað alls ekki til fyrirmyndar. En fullt hrós á þá, betra liðið vann þann leik. Ég man eftir leiknum og þetta var mikið áfall en það sannar bara að í fótbolta má aldrei vanmeta andstæðinginn. Öll lið eru með gæði innanborðs og Ísland er engin undantekning.“ Klippa: Declan Rice ræðir leikinn gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira