McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 11:31 Conor McGregor, UFC bardagakappi Vísir/Getty Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Sport United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Enski boltinn „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti og boða breytingar í dag Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Dagskráin í dag: Tveir stórleikir í Bónus deild karla Benedikt í bann Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Fulham upp í sjötta sætið Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Sjá meira
Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Sport United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Enski boltinn „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti og boða breytingar í dag Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Dagskráin í dag: Tveir stórleikir í Bónus deild karla Benedikt í bann Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Fulham upp í sjötta sætið Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Sjá meira