McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 11:31 Conor McGregor, UFC bardagakappi Vísir/Getty Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira