Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júní 2024 12:09 Halla Hrund segir mikilvægt að hafa náð að koma mikilvægi náttúruauðlinda og hugvits á dagskrá í forsetakosningunum. Vísir/Arnar Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. „Hún á eftir að sinna þessu þýðingamikla hlutverkinu af alúð og metnaði. Megi gleði og gæfa fylgja kjöri hennar fyrir land og þjóð,“ segir Halla Hrund í færslu á Facebook-síðu sinni um nýkjörinn forseta. Halla þakkar stuðningsfólki sínu stuðninginn. „Þið hafið umvafið þessa kosningabaráttu eins og óskasteinar á sporbaug. Þvílíkur dugnaður og kraftur. Hjálpsemi og húmor. Heilindi og umhyggja. Takk fyrir allt!,“ segir Halla og að þeim hafi tekist, í sameiningu, að setja mikilvægi náttúruauðlinda okkar og hugvits á dagskrá. „Það er því með hjartað fullt af þakklæti sem ég held inn í þennan fallega sunnudag og hugsa hlýlega til tímans að baki. Við skulum svo sannarlega vera til staðar fyrir hvert annað, leggjast á árarnar þegar á móti blæs og hvetja ætíð til góðra verka fyrir Ísland. Því þannig eru björtustu tímar lýðveldisins framundan,“ segir Halla Hrund. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir það traust sem það veitti henni í atkvæðagreiðslunni í gær. 2. júní 2024 11:39 „Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26 Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
„Hún á eftir að sinna þessu þýðingamikla hlutverkinu af alúð og metnaði. Megi gleði og gæfa fylgja kjöri hennar fyrir land og þjóð,“ segir Halla Hrund í færslu á Facebook-síðu sinni um nýkjörinn forseta. Halla þakkar stuðningsfólki sínu stuðninginn. „Þið hafið umvafið þessa kosningabaráttu eins og óskasteinar á sporbaug. Þvílíkur dugnaður og kraftur. Hjálpsemi og húmor. Heilindi og umhyggja. Takk fyrir allt!,“ segir Halla og að þeim hafi tekist, í sameiningu, að setja mikilvægi náttúruauðlinda okkar og hugvits á dagskrá. „Það er því með hjartað fullt af þakklæti sem ég held inn í þennan fallega sunnudag og hugsa hlýlega til tímans að baki. Við skulum svo sannarlega vera til staðar fyrir hvert annað, leggjast á árarnar þegar á móti blæs og hvetja ætíð til góðra verka fyrir Ísland. Því þannig eru björtustu tímar lýðveldisins framundan,“ segir Halla Hrund.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir það traust sem það veitti henni í atkvæðagreiðslunni í gær. 2. júní 2024 11:39 „Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26 Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir það traust sem það veitti henni í atkvæðagreiðslunni í gær. 2. júní 2024 11:39
„Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26
Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25
Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25