Greint var frá fyrstu tölum í kjördæminu rétt í þessu. Eins og fram hefur komið hefur Halla Tómasdóttir leitt í öllum kjördæmum hingað til eftir fyrstu tölur.
Halla Hrund Logadóttir er með 17,86 prósent. Jón Gnarr er með 13,8 prósent fylgi í kjördæminu, Baldur Þórhallsson með 7,5 prósent, Arnar Þór Jónsson með 5,8 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 0,6 prósent fylgi, Ástþór Magnússon með 0,3 prósent, Viktor Traustason, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Helga Þórisdóttir öll með 0,2 prósent og Eiríkur Ingi Jóhannson með 0,1 prósent.
