Harður stuðingsmaður Real Madrid: „Við elskum þessa keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 13:30 Magnús Dagur Ásbjörnsson hefur aldrei þorað að mæta á úrslitaleik í Meistaradeildinni því liðið hefur alltaf unnið þegar hann er heima í sófa. Hann sá því aldrei Cristiano Ronaldo leiða liðið til sigurs. S2 Sport/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Real Madrid í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Hann segir Real ætla að vinna sína keppni einu sinni enn. Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira