Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2024 23:04 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í kappræðum RÚV í kvöld. Þær eru efstar og jafnar í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningarnar á morgun. RÚV/Ragnar Visage Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Frambjóðendurnir voru spurðir að því í kappræðunum hvort að þeir væru sammála ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita Úkraínumönnum fjárhagsstuðning, þar á meðal til skotfærakaupa, í varnarstríði þeirra gegn innrás rússneskra nágranna þeirra sem hefur geisað í meira en tvö ár. Rússar halda nú um fimmtungi landsvæðis Úkraínu hernámi. Tilefnið var fundur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Stokkhólmi dag þar sem Bjarni lofaði fjórum milljörðum króna árlega frá Íslandi næstu árin. Flestir frambjóðendurnir áréttuðu mikilvægi þess að styðja Úkraínumenn í baráttu sinni og að leita ætti friðsamlegra lausna umfram allt í takti við áratugalanga stefnu Íslands sem herlausrar þjóðar. Halla Tómasdóttir, sem mælist nú efst og jöfn Katrínu Jakobsdóttur í skoðanakönnunum, sagði hins vegar að sér fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“ og að það samræmdist ekki gildum Íslands. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði Halla en hét því þó að ganga ekki gegn utanríkisstefnu íslenskra stjórnvalda sem forseti. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna. Hvar ætlum við að draga línuna því það eru stríð út um allt, miðausturlöndum, afríku og víðar," sagði hún. Arnar Þór Jónsson stóð næst Höllu í afstöðu sinni til stríðsins í Úkraínu. Sagði hann að Íslandi ætti ekki að hella olíu á ófriðarbál sem smáríki þótt hann hefði samúð með Úkraínumönnum. „Ég tel hins vegar ljóst að staðan í Úkraínu sé orðin þannig að menn séu búnir að grafa sig býsna djúpt ofan í víglínurnar og að menn verði að fara horfast í augu við það að ef það á að halda þessu stríði áfram gangandi með skattfé Íslendinga eins og annarra þjóða þá mun það útheimta blóðfórnir Úkraínumanna áframhaldandi,“ sagði hann. Styðji baráttu Úkraínu til að fá ákveða eigin framtíð Katrín, helsti keppinautur Höllu ef marka má kannanirnar, benti hins vegar á að yfirlýsing forsætisráðherra í dag byggðist á ályktun sem Alþingi hefði samþykkt um stuðning við Úkraínu sem hefði einnig verið áréttað í þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi samþykkti einnig. Meginþunginn í stuðningi Íslands við Úkraínu hefði verið efnahags- og mannúðaraðstoð en einnig varnartengdur stuðningur vegna aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt að við styðjum áfram við Úkraínu í þeirra baráttu fyrir því einfalda markmiði að fá að taka ákvarðanir um eigin framtíð,“ sagði Katrín sem sagðist hafa séð með eigin augum afleiðingar loftárása Rússa á Kænugarð og fjöldamorðsins í Bucha. Öll áherslan í utanríkisstefnu Íslands væri á að tala fyrir friðsamlegum lausnum. Stuðningur við Úkraínu kæmi ekki í veg fyrir að forseti lýðveldisins gæti verið öflugur málsvari friðar í heiminum. „Að sjálfsögðu á forseti lýðveldisins að vera öflugur málsvari friðar og bjóða Ísland fram í það samtal en á sama tíma höfum við auðvitað ákveðnum skyldum að gegna á alþjóðavettvangi, meðal annars í gegnum veru okkar í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Katrín. Frambjóðendurnir sex sem komu fram í fyrri helmingi sjónvarpskappræðna RÚV í kvöld. Þættinum var skipt upp eftir fylgi frambjóðenda. Fyrst komu þeir sex efstu í könnunum en hinir sex komu í seinni hluta þáttarins.RÚV/Ragnar Visage Axli ábyrgð innan NATO Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir töluðu á svipuðum nótum og Katrín. Mikilvægt væri að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum. Halla Hrund sagði stöðuna alvarlega og því eðlilegt að taka fullan þátt í samstarfi þótt deila mætti um hvort að það væri góð leið að styðja vopnakaup til Úkraínu. Ísland hefði sterk gildi þegar kæmi að friði sem landsmenn héldu fast í. Benti hún á aðrar leiðir til stuðnings eins og í enduruppbyggingu orkukerfa Úkraínu sem Rússar hafa lagt að miklu leyti í rúst. „En auðvitað þurfum við að vera raunsæ með það að við verðum að standa við bakið á Úkraínu,“ sagði hún. Baldur lagði áherslu á að smáríki eins og Íslandi ætti allt sitt undir því að stóru ríkin virtu alþjóðalög. Því væri mikilvægt að styðja bandalagsríki þegar ráðist væri á lýðræðisríki eins og Úkraínu, þar á meðal með því að greiða í sjóði sem standa að vopnakaupum. Íslendingar gætu auðvitað forgangsraðað sjálfir hvaða aðstoð þeir legðu áherslu á og nefndi Baldur þar sprengjueyðingu og færanleg sjúkrahús. „En við eigum líka að axla okkar ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og standa með þeim þjóðum sem á er ráðist.“ Jón Gnarr varaði Íslendinga við því að gerast hræsnarar með því að reyna að setja skilyrði um það í hvað stuðningur þeirra við Úkraínu mætti fara.RÚV/Ragnar Visage Vari sig á hræsni með að skilyrða stuðning sinn Jón Gnarr var efins um að Íslendingar gætu á einhvern hátt skilyrt stuðning sinn við Úkraínumenn. „Ég veit ekki hvort við getum sagt: „Nei, Það má ekki eyða nákvæmlega okkar peningum í vopn. Það má eyða þeim í plástra og sárabindi og áfallahjálp fyrir fólk eða eitthvað svona,“ sagði Jón sem taldi það skyldu Íslendinga sem ein af stofnþjóðum NATO að hjálpa Úkraínu. Ísland mætti aldrei tengjast ákveðnum vígtólum eins og klasasprengjum, jarðsprengjum eða efnavopnum sem væru ýmist ólögleg eða á mörkum þess. Íslendingar yrðu hins vegar að passa sig á hræsni með kröfum um að ekki megi nota stuðning landsins til hernaðaraðstoðar. „Við erum Natóþjóð. Rússar eru að ráðast inn í Úkraínu. Úkraínu dreymir um að vera Natóþjóð,“ sagði Jón sem benti enn fremur á að löng saga væri um vopnaflutninga og umferð herskipa og þotna um landið. „Við erum alls ekkert eins og við séum algerlega með einhverjar hreinar hendur og við viljum bara plástra og sárabindi." Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisútvarpið NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. 31. maí 2024 08:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Frambjóðendurnir voru spurðir að því í kappræðunum hvort að þeir væru sammála ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita Úkraínumönnum fjárhagsstuðning, þar á meðal til skotfærakaupa, í varnarstríði þeirra gegn innrás rússneskra nágranna þeirra sem hefur geisað í meira en tvö ár. Rússar halda nú um fimmtungi landsvæðis Úkraínu hernámi. Tilefnið var fundur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Stokkhólmi dag þar sem Bjarni lofaði fjórum milljörðum króna árlega frá Íslandi næstu árin. Flestir frambjóðendurnir áréttuðu mikilvægi þess að styðja Úkraínumenn í baráttu sinni og að leita ætti friðsamlegra lausna umfram allt í takti við áratugalanga stefnu Íslands sem herlausrar þjóðar. Halla Tómasdóttir, sem mælist nú efst og jöfn Katrínu Jakobsdóttur í skoðanakönnunum, sagði hins vegar að sér fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“ og að það samræmdist ekki gildum Íslands. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði Halla en hét því þó að ganga ekki gegn utanríkisstefnu íslenskra stjórnvalda sem forseti. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna. Hvar ætlum við að draga línuna því það eru stríð út um allt, miðausturlöndum, afríku og víðar," sagði hún. Arnar Þór Jónsson stóð næst Höllu í afstöðu sinni til stríðsins í Úkraínu. Sagði hann að Íslandi ætti ekki að hella olíu á ófriðarbál sem smáríki þótt hann hefði samúð með Úkraínumönnum. „Ég tel hins vegar ljóst að staðan í Úkraínu sé orðin þannig að menn séu búnir að grafa sig býsna djúpt ofan í víglínurnar og að menn verði að fara horfast í augu við það að ef það á að halda þessu stríði áfram gangandi með skattfé Íslendinga eins og annarra þjóða þá mun það útheimta blóðfórnir Úkraínumanna áframhaldandi,“ sagði hann. Styðji baráttu Úkraínu til að fá ákveða eigin framtíð Katrín, helsti keppinautur Höllu ef marka má kannanirnar, benti hins vegar á að yfirlýsing forsætisráðherra í dag byggðist á ályktun sem Alþingi hefði samþykkt um stuðning við Úkraínu sem hefði einnig verið áréttað í þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi samþykkti einnig. Meginþunginn í stuðningi Íslands við Úkraínu hefði verið efnahags- og mannúðaraðstoð en einnig varnartengdur stuðningur vegna aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt að við styðjum áfram við Úkraínu í þeirra baráttu fyrir því einfalda markmiði að fá að taka ákvarðanir um eigin framtíð,“ sagði Katrín sem sagðist hafa séð með eigin augum afleiðingar loftárása Rússa á Kænugarð og fjöldamorðsins í Bucha. Öll áherslan í utanríkisstefnu Íslands væri á að tala fyrir friðsamlegum lausnum. Stuðningur við Úkraínu kæmi ekki í veg fyrir að forseti lýðveldisins gæti verið öflugur málsvari friðar í heiminum. „Að sjálfsögðu á forseti lýðveldisins að vera öflugur málsvari friðar og bjóða Ísland fram í það samtal en á sama tíma höfum við auðvitað ákveðnum skyldum að gegna á alþjóðavettvangi, meðal annars í gegnum veru okkar í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Katrín. Frambjóðendurnir sex sem komu fram í fyrri helmingi sjónvarpskappræðna RÚV í kvöld. Þættinum var skipt upp eftir fylgi frambjóðenda. Fyrst komu þeir sex efstu í könnunum en hinir sex komu í seinni hluta þáttarins.RÚV/Ragnar Visage Axli ábyrgð innan NATO Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir töluðu á svipuðum nótum og Katrín. Mikilvægt væri að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum. Halla Hrund sagði stöðuna alvarlega og því eðlilegt að taka fullan þátt í samstarfi þótt deila mætti um hvort að það væri góð leið að styðja vopnakaup til Úkraínu. Ísland hefði sterk gildi þegar kæmi að friði sem landsmenn héldu fast í. Benti hún á aðrar leiðir til stuðnings eins og í enduruppbyggingu orkukerfa Úkraínu sem Rússar hafa lagt að miklu leyti í rúst. „En auðvitað þurfum við að vera raunsæ með það að við verðum að standa við bakið á Úkraínu,“ sagði hún. Baldur lagði áherslu á að smáríki eins og Íslandi ætti allt sitt undir því að stóru ríkin virtu alþjóðalög. Því væri mikilvægt að styðja bandalagsríki þegar ráðist væri á lýðræðisríki eins og Úkraínu, þar á meðal með því að greiða í sjóði sem standa að vopnakaupum. Íslendingar gætu auðvitað forgangsraðað sjálfir hvaða aðstoð þeir legðu áherslu á og nefndi Baldur þar sprengjueyðingu og færanleg sjúkrahús. „En við eigum líka að axla okkar ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og standa með þeim þjóðum sem á er ráðist.“ Jón Gnarr varaði Íslendinga við því að gerast hræsnarar með því að reyna að setja skilyrði um það í hvað stuðningur þeirra við Úkraínu mætti fara.RÚV/Ragnar Visage Vari sig á hræsni með að skilyrða stuðning sinn Jón Gnarr var efins um að Íslendingar gætu á einhvern hátt skilyrt stuðning sinn við Úkraínumenn. „Ég veit ekki hvort við getum sagt: „Nei, Það má ekki eyða nákvæmlega okkar peningum í vopn. Það má eyða þeim í plástra og sárabindi og áfallahjálp fyrir fólk eða eitthvað svona,“ sagði Jón sem taldi það skyldu Íslendinga sem ein af stofnþjóðum NATO að hjálpa Úkraínu. Ísland mætti aldrei tengjast ákveðnum vígtólum eins og klasasprengjum, jarðsprengjum eða efnavopnum sem væru ýmist ólögleg eða á mörkum þess. Íslendingar yrðu hins vegar að passa sig á hræsni með kröfum um að ekki megi nota stuðning landsins til hernaðaraðstoðar. „Við erum Natóþjóð. Rússar eru að ráðast inn í Úkraínu. Úkraínu dreymir um að vera Natóþjóð,“ sagði Jón sem benti enn fremur á að löng saga væri um vopnaflutninga og umferð herskipa og þotna um landið. „Við erum alls ekkert eins og við séum algerlega með einhverjar hreinar hendur og við viljum bara plástra og sárabindi."
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisútvarpið NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. 31. maí 2024 08:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. 31. maí 2024 08:00