Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. maí 2024 13:27 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með Arnar Þór Jónsson í miðið, í kappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Forsetakosningarnar á morgun verða mögulega þær mest spennandi í lýðveldissögunni, að mati Eiríks Bergmann prófessors í stjórnmálafræði - sem bendir jafnframt á að kannanir hafi verið mjög misvísandi. Hann fylgdist með kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í gærkvöldi og þótti þeir standa sig vel. „Það eru svona smá átakapunktar milli Baldurs Þórhallssonar og Jóns Gnarr sem eru athyglisverðir. Það var auðvitað ljóst að Halla Tómasdóttir mætti þarna af miklu sjálfstrausti með meðbyr með könnunum. Halla Hrund mætti þeirri gagnrýni um að málflutningur hennar hafi verið heldur óljós lengi vel, þannig að hún talaði með skýrari hætti heldur en áður. Og Katrín Jakobsdóttir er auðvitað mjög sjóuð í svona þáttum og hélt sinni stöðu mjög vel, sýndist mér,“ segir Eiríkur. Síðustu dagarnir skipti gríðarmiklu máli Síðasta fylgiskönnun fyrir kosningar er væntanleg frá Gallup í dag og í kvöld koma frambjóðendur saman í lokakappræðum á RÚV. Eiríkur bendir á að þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti í fyrsta sinn hafi kannanir sýnt að stór hluti kjósenda gerði upp hug sinn á lokametrunum, jafnvel ekki fyrr en í kjörklefann var komið. „Þessir dagar skipta bara gríðarlega miklu máli. Það getur skipt máli hvernig fólk stendur sig í kvöld, það er bæði hægt að glopra sigrinum úr höndunum en það er líka hægt að vinna á. Það kannski þarf ekki svo mikla hreyfingu til að breyta niðurstöðunni. En aftur eru kannanir svo misvísandi að ég held að málið sé ekki það að fylgið sé á svona mikilli hreyfingu heldur eru kannanafyrirtækin að mæla þetta með misjöfnum hætti og við erum augljóslega að sjá einhverja kannanaskekkju, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Hvernig heldurðu að þetta fari? „Það er ómögulegt að segja. Ég held að Katrín sé í vænlegastri stöðu en ég tel Höllu Tómasdóttur vera orðna alvöru keppinaut við hana og hún gæti allt eins unnið. Svo held ég að maður ætti ekki að afskrifa Höllu Hrund alveg strax heldur.“ Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur klukkan tíu í kvöld og kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Þeir sem eru ekki vissir um hvar þeir eigi að kjósa geta fengið upplýsingar um sinn kjörstað á vef Þjóðskrár, skra.is. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ 31. maí 2024 10:15 Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31. maí 2024 10:00 Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. 31. maí 2024 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Forsetakosningarnar á morgun verða mögulega þær mest spennandi í lýðveldissögunni, að mati Eiríks Bergmann prófessors í stjórnmálafræði - sem bendir jafnframt á að kannanir hafi verið mjög misvísandi. Hann fylgdist með kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í gærkvöldi og þótti þeir standa sig vel. „Það eru svona smá átakapunktar milli Baldurs Þórhallssonar og Jóns Gnarr sem eru athyglisverðir. Það var auðvitað ljóst að Halla Tómasdóttir mætti þarna af miklu sjálfstrausti með meðbyr með könnunum. Halla Hrund mætti þeirri gagnrýni um að málflutningur hennar hafi verið heldur óljós lengi vel, þannig að hún talaði með skýrari hætti heldur en áður. Og Katrín Jakobsdóttir er auðvitað mjög sjóuð í svona þáttum og hélt sinni stöðu mjög vel, sýndist mér,“ segir Eiríkur. Síðustu dagarnir skipti gríðarmiklu máli Síðasta fylgiskönnun fyrir kosningar er væntanleg frá Gallup í dag og í kvöld koma frambjóðendur saman í lokakappræðum á RÚV. Eiríkur bendir á að þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti í fyrsta sinn hafi kannanir sýnt að stór hluti kjósenda gerði upp hug sinn á lokametrunum, jafnvel ekki fyrr en í kjörklefann var komið. „Þessir dagar skipta bara gríðarlega miklu máli. Það getur skipt máli hvernig fólk stendur sig í kvöld, það er bæði hægt að glopra sigrinum úr höndunum en það er líka hægt að vinna á. Það kannski þarf ekki svo mikla hreyfingu til að breyta niðurstöðunni. En aftur eru kannanir svo misvísandi að ég held að málið sé ekki það að fylgið sé á svona mikilli hreyfingu heldur eru kannanafyrirtækin að mæla þetta með misjöfnum hætti og við erum augljóslega að sjá einhverja kannanaskekkju, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Hvernig heldurðu að þetta fari? „Það er ómögulegt að segja. Ég held að Katrín sé í vænlegastri stöðu en ég tel Höllu Tómasdóttur vera orðna alvöru keppinaut við hana og hún gæti allt eins unnið. Svo held ég að maður ætti ekki að afskrifa Höllu Hrund alveg strax heldur.“ Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur klukkan tíu í kvöld og kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Þeir sem eru ekki vissir um hvar þeir eigi að kjósa geta fengið upplýsingar um sinn kjörstað á vef Þjóðskrár, skra.is.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ 31. maí 2024 10:15 Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31. maí 2024 10:00 Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. 31. maí 2024 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ 31. maí 2024 10:15
Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31. maí 2024 10:00
Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. 31. maí 2024 06:32