Þvertekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 10:52 Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund fyrr í mánuðinum og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Óskar segir Manoharan hafa unnið gegn sér Vísir/Samsett mynd Sancheev Manoharan, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund og núverandi aðalþjálfari liðsins, þvertekur fyrir fullyrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum. Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“ Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“
Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira