„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“ Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 16:32 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, er klár í átök. Hann mætir Finnanum Mika MIelonen í átta lotu bardaga annað kvöld Vísir/Sigurjón Ólason Kolbeinn Kristinsson, þungavigtarkappi og atvinnumaður okkar í hnefaleikum, á fyrir höndum mikilvægan bardaga á sínum taplausa atvinnumannaferli til þessa annað kvöld. Eftir fádæma óheppni og niðurfellda bardaga vegna meiðsla er Kolbeinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma atvinnumannaferli hans á næsta stig. „Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
„Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma.
Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira