Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:51 Eiríkur Bergmann segir þetta magnaðar vendingar og fyrir liggi að kosningarnar verði þær mest spennandi í manna minnum. vísir/steingrímur Dúi Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. „Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
„Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira