Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í leik með danska nítján ára landsliðnu árið 2022. Getty/Nikola Krstic Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025. Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira