Níu krefjast þess að vera öll saman í sjónvarpsþætti Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 15:32 Allir frambjóðendur, ef frá eru talin þau Baldur, Jón og Katrín, hafa ritað Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra, og stjórn RUV ohf, bréf þar sem þau krefjast þess í nafni lýðræðisins að þau verði öll saman í lokaþætti fyrir kosningar. Mjög brenglað sé að miða við skoðanakannanir í þessu sambandi. Níu forsetaframbjóðendur, allir að frátöldum Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir, hafa ritað opið bréf til útvarpsstjóra og stjórnar þar sem krefjast þess að allir frambjóðendur komi saman í einum og sama þættinum degi fyrir kosningar. Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu. Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu.
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira