Segir samstarfsfólk Katrínar hafa hvatt sig til að draga sig úr leik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. maí 2024 22:50 Baldur Þórhallsson segir fólk úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur hafa hvatt sig til að draga framboðið til baka. Katrín sagðist vera að heyra af þessu í fyrsta skipti. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson segist hafa verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur. Þessi hvatning hafi komið úr herbúðum sjálfrar Katrínar. Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent