Hér má sjá stiklu (e. trailer) fyrir hátíðina eftir Ástu Kristjánsdóttur:
Í fréttatilkynningu segir:
„Það er með mikilli gleði og stolti sem við munum sýna verk eftir nemendur á bæði fyrsta og öðru ári á hátíðinni en hún samanstendur af þremur kvikmyndasýningum:
29. maí, kl. 19, Salur 2, Bíó Paradís: Lokaverkefni nemenda á 1. ári
29. maí, kl. 21:45, Salur 2, Bíó Paradís: Valin verk nemenda á 2. ári
30. maí, kl. 19, Salur 1, Bíó Paradís: Lokaverkefni nemenda á 2. ári
Þegar Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands var stofnuð fyrir tveimur árum síðan varð til fyrsta og eina kvikmyndagerðarnámið á háskólastigi á Íslandi.
Síðan þá hefur deildin tekið á móti 24 nemendum í tveimur árgöngum og næsta haust bætist þriðji árgangurinn í hópinn. Fyrsti árgangurinn okkar mun útskrifast með BA-gráðu í kvikmyndagerð vorið 2025.
Við bjóðum ykkur öll velkomin á Filmu, til að fagna nemendum okkar og verkum þeirra.“
