Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2024 12:02 Hér fallast þær í faðma nöfnurnar Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir fyrir fyrri kappræður Stöðvar 2. Halla Hrund mælist nú með mesta fylgið hjá Prósenti eða 21 prósent. Á hæla hennar koma síðan Halla Tómasdóttir með 20,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir með 20,1 prósent. Vísir /Vilhelm Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Þessar þrjár kannanir voru gerðar á svipuðu tímabili. Gallup könnunin hófst 17. maí, Prósents 21. maí en Maskínu 22 maí. Könnunum Maskínu og Gallup lauk báðum síðast liðinn fimmtudag en Prósent könnunin stóð til gærdagsins. Munurinn er mestur á fylgi Katrínar Jakobsdóttur sem var með 25,7 prósenta fylgi hjá Maskínu og 27 prósenta fylgi hjá Gallup en mælist nú með 20,1 prósent hjá Prósenti. Þar er hún nánast á pari við Höllu Hrund Logadóttur með 21 prósent og Höllu Tómasdóttur með 20,2 prósent. Katrín hefur því tapað 5,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á fimmtudag og 6,9 prósentustigum miðað við könnun Gallups. Katrín Jakobsdóttir hafði afgerandi forystu í könnunum Maskínu og Gallups sem birtar voru á fimmtudag og föstudag en hefur tapað á bilinu 5,7 til 6,9 prósentustigum síðan þá samkvæmt könnun Prósents í dag.Vísir/Vilhelm Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu segir Prósent yfirleitt hafa sýnt Baldur með meira fylgi og Katrínu með minna fylgi en Maskína og Gallup. Fylgið væri þó augljóslega enn á mikilli hreyfingu. „En hefðbundin fyrirtæki eins og bæði við og Gallup höfum verið með Katrínu miklu jafnari. Hún hefur í rauninni verið með mjög stöðugt fylgi á milli 23 og upp í 27, eitthvað á því bili. Þannig að ég hef auðvitað ekki skýringu á því hvað er að gerast þarna. Þetta kemur mér á óvart. Ég verð að segja það, miðað við það sem við erum að sjá í okkar könnunum. Hins vegar skeri Katrín sig líka úr öðrum frambjóðendum með hvað margir geti ekki hugsað sér að kjósa hana, eða um 40 prósent á meðan um 20 prósent gætu ekki hugsað sér að kjósa til dæmis Höllu Tómasdóttur eða Baldur Þórhallsson. Hugsanlega njóti Katrín þess hvað margir aðrir frambjóðendur eru í miklum hnapp fylgislega séð. „Því ef að þau væru til dæmis bara tvö, eða tvær, þarna í forystunni er náttúrlega líklegra að þeir sem vilja alls ekki Katrínu myndu þá fara á hinn frambjóðandann, en þeir eru að minnsta kosti núna. Þannig að hún mun kannski njóta þess að þau eru þarna mörg í hnapp,“ segir framkvæmdastjóri Maskínu. Á miðnætti 31. júlí lýkur kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Daginn eftir gengur nýr forseti inn á Bessastaði.Vísir/Vilhelm Það séu því mjög spennandi kosningar framundan nú þegar aðeins væru fimm dagar til kosninga. „Við erum að sjá eftir kosningar að það er lítill munur á niðurstöðum kannana og kosninga. Þetta munar auðvitað stundum örfáum prósentustigum. Það er nú ekki meira en það. Þannig að það verður bara gaman að sjá hvað gerist í kosningunum um næstu helgi,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir. Fréttastofan á eftir að fá eina könnun til viðbótar frá Maskínu. Hún verður birt á fimmtudag, sama dag og forsetaframbjóðendur mæta í síðustu kappræður fréttastofunnar fyrir kosningarnar á laugardag. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. 23. maí 2024 19:00 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Þessar þrjár kannanir voru gerðar á svipuðu tímabili. Gallup könnunin hófst 17. maí, Prósents 21. maí en Maskínu 22 maí. Könnunum Maskínu og Gallup lauk báðum síðast liðinn fimmtudag en Prósent könnunin stóð til gærdagsins. Munurinn er mestur á fylgi Katrínar Jakobsdóttur sem var með 25,7 prósenta fylgi hjá Maskínu og 27 prósenta fylgi hjá Gallup en mælist nú með 20,1 prósent hjá Prósenti. Þar er hún nánast á pari við Höllu Hrund Logadóttur með 21 prósent og Höllu Tómasdóttur með 20,2 prósent. Katrín hefur því tapað 5,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á fimmtudag og 6,9 prósentustigum miðað við könnun Gallups. Katrín Jakobsdóttir hafði afgerandi forystu í könnunum Maskínu og Gallups sem birtar voru á fimmtudag og föstudag en hefur tapað á bilinu 5,7 til 6,9 prósentustigum síðan þá samkvæmt könnun Prósents í dag.Vísir/Vilhelm Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu segir Prósent yfirleitt hafa sýnt Baldur með meira fylgi og Katrínu með minna fylgi en Maskína og Gallup. Fylgið væri þó augljóslega enn á mikilli hreyfingu. „En hefðbundin fyrirtæki eins og bæði við og Gallup höfum verið með Katrínu miklu jafnari. Hún hefur í rauninni verið með mjög stöðugt fylgi á milli 23 og upp í 27, eitthvað á því bili. Þannig að ég hef auðvitað ekki skýringu á því hvað er að gerast þarna. Þetta kemur mér á óvart. Ég verð að segja það, miðað við það sem við erum að sjá í okkar könnunum. Hins vegar skeri Katrín sig líka úr öðrum frambjóðendum með hvað margir geti ekki hugsað sér að kjósa hana, eða um 40 prósent á meðan um 20 prósent gætu ekki hugsað sér að kjósa til dæmis Höllu Tómasdóttur eða Baldur Þórhallsson. Hugsanlega njóti Katrín þess hvað margir aðrir frambjóðendur eru í miklum hnapp fylgislega séð. „Því ef að þau væru til dæmis bara tvö, eða tvær, þarna í forystunni er náttúrlega líklegra að þeir sem vilja alls ekki Katrínu myndu þá fara á hinn frambjóðandann, en þeir eru að minnsta kosti núna. Þannig að hún mun kannski njóta þess að þau eru þarna mörg í hnapp,“ segir framkvæmdastjóri Maskínu. Á miðnætti 31. júlí lýkur kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Daginn eftir gengur nýr forseti inn á Bessastaði.Vísir/Vilhelm Það séu því mjög spennandi kosningar framundan nú þegar aðeins væru fimm dagar til kosninga. „Við erum að sjá eftir kosningar að það er lítill munur á niðurstöðum kannana og kosninga. Þetta munar auðvitað stundum örfáum prósentustigum. Það er nú ekki meira en það. Þannig að það verður bara gaman að sjá hvað gerist í kosningunum um næstu helgi,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir. Fréttastofan á eftir að fá eina könnun til viðbótar frá Maskínu. Hún verður birt á fimmtudag, sama dag og forsetaframbjóðendur mæta í síðustu kappræður fréttastofunnar fyrir kosningarnar á laugardag.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. 23. maí 2024 19:00 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42
Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30
Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51
Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. 23. maí 2024 19:00
Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31