Heimir Hallgríms þegar búinn að tryggja sambandinu 277 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022. Getty/Shaun Clark Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa América, fer fram í sumar og við Íslendingar eigum þar flottan fulltrúa. Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira