Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 13:52 Gerður Sigtryggsdóttir oddviti segir ákvörðunina lið í sparnaði. Vísir/Samsett Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. „Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum. Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum.
Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira