Vonar að þetta dugi til Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 11:49 Halla Tómasdóttir í kappræðum Stöðvar 2. Vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir segir ljóst að frammistaða hennar í kappræðum hafi haft mikil áhrif á fylgi hennar. Hún mælist nú önnur í skoðanakönnunum með rúmlega 18 prósent fylgi, en mældist aðeins með um 5 prósent fylgi fyrr í mánuðinum. „Þetta voru ánægjulegar fréttir, við höfum fundið fyrir vaxandi meðbyr og þessar tölur staðfesta það. Það er alltaf ánægjulegt að sjá svona þó ég reyni að láta skoðanakannanir ekki ráða för,“ segir Halla innt eftir viðbrögðum við nýjustu könnun Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nú er aðeins rúm vika í kosningar. Sama atburðarás virðist ætla að endurtaka sig í þessum kosningum og kosningunum sem fóru fram 2016: Halla Tómasdóttir fer með himinskautum síðustu vikur fyrir kosningar. Það dugði ekki til árið 2016 en stóra spurningin er hvort þetta dugi til núna. „Við lærðum 2016 hversu miklu máli það skiptir að hitta eins margt fólk og þú getur í eigin persónu. Það tekur tíma, það er þolinmæðisvinna. Og hversu mikilvægar kappræðurnar eru. Ég hef alltaf haft þá trú að þegar fólk fái að sjá okkur og kynnast hver við erum þá myndi fylgið vaxa,“ segir hún um tímapunkt fylgisaukningarinnar. „Ég þakka RÚV fyrir að hafa staðið einstaklega vel að kappræðum 12 frambjóðenda, það var ekki einfalt verkefni og mér fannst þau gera það vel. Mér fannst ég heyra það á fólki að það var þakklátt fyrir þetta tækifæri.“ Spurð út í bylgjuna og hvort hún dugi segir Halla: „Það er allavega markmiðið, ég finn fyrir miklum krafti. Við önnum ekki eftirspurn, því miður er bara vika eftir því það er mikill áhugi hjá fólki og vinnustöðum um allt land. Ég geri mitt besta til að hitta eins marga og ég get og svo velur fólkið forsetann. Ég trúi því að við séum þar öflugur valkostur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
„Þetta voru ánægjulegar fréttir, við höfum fundið fyrir vaxandi meðbyr og þessar tölur staðfesta það. Það er alltaf ánægjulegt að sjá svona þó ég reyni að láta skoðanakannanir ekki ráða för,“ segir Halla innt eftir viðbrögðum við nýjustu könnun Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nú er aðeins rúm vika í kosningar. Sama atburðarás virðist ætla að endurtaka sig í þessum kosningum og kosningunum sem fóru fram 2016: Halla Tómasdóttir fer með himinskautum síðustu vikur fyrir kosningar. Það dugði ekki til árið 2016 en stóra spurningin er hvort þetta dugi til núna. „Við lærðum 2016 hversu miklu máli það skiptir að hitta eins margt fólk og þú getur í eigin persónu. Það tekur tíma, það er þolinmæðisvinna. Og hversu mikilvægar kappræðurnar eru. Ég hef alltaf haft þá trú að þegar fólk fái að sjá okkur og kynnast hver við erum þá myndi fylgið vaxa,“ segir hún um tímapunkt fylgisaukningarinnar. „Ég þakka RÚV fyrir að hafa staðið einstaklega vel að kappræðum 12 frambjóðenda, það var ekki einfalt verkefni og mér fannst þau gera það vel. Mér fannst ég heyra það á fólki að það var þakklátt fyrir þetta tækifæri.“ Spurð út í bylgjuna og hvort hún dugi segir Halla: „Það er allavega markmiðið, ég finn fyrir miklum krafti. Við önnum ekki eftirspurn, því miður er bara vika eftir því það er mikill áhugi hjá fólki og vinnustöðum um allt land. Ég geri mitt besta til að hitta eins marga og ég get og svo velur fólkið forsetann. Ég trúi því að við séum þar öflugur valkostur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira