Fótbolti

Ný­kominn til baka eftir sjö mánaða bann en er samt í EM-æfinga­hóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolo Fagioli er farinn að spila aftur með Juventus og á möguleika á því að spila á EM í sumar.
Nicolo Fagioli er farinn að spila aftur með Juventus og á möguleika á því að spila á EM í sumar. Getty/Emmanuele Ciancaglini

Nicolo Fagioli á möguleika á að fara með ítalska landsliðinu á Evrópumótið í fótbolta í sumar þrátt fyrir að hafa misst úr sjö mánuði á leiktíðinni.

Fagioli var valinn í æfingahóp Ítala nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í byrjun október.

Fagioli lék með Juventus í 3-3 jafntefli á móti Bologna á mánudagskvöldið. Hann hafði þá nýlokið því að taka út sjö mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur.

Hinn 23 ára gamli Fagioli spilaði sex leiki með Juventus áður en hann fór í bannið.

Fagioli lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Albaníu í nóvember 2022.

Riccardo Calafiori, varnarmaður Bologna, er nýliði í hópnum en hann hefur hjálpað félaginu að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Gianluca Scamacca, sem lék með Atalanta í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með í leikjunum í mars.

Landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti valdi þrjátíu leikmenn í æfingahóp sinn. Sex leikmenn frá Ítalíumeisturum Internazionale eru í hópnum en enginn frá AC Milan var valinn. Fjórir af þessum þrjátíu fara ekki með á mótið.

Ítalir eru í riðli með Albaníu, Spáni og Króatíu á EM í Þýskalandi.

  • Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024:
  • Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario.
  • Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini.
  • Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci.
  • Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×