Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2024 16:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en á vegum stjórnarráðsins eru fjölmargara nefndir sem Bjarni hefur varla tölu á. vísir/vilhelm Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. „Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira