Vitnaði í Wenger og segir reynslumikið lið mæta til leiks á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 14:01 Southgate á HM í Katar 2022. Marc Atkins/Getty Images Evrópumót karla í knattspyrnu fer fram 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi. Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu leika í C-riðli ásamt Slóveníu, Danmörku og Serbíu. Þjálfarinn vakti mikla athygli þegar hann valdi 33 manna úrtakshóp en alls má taka 26 leikmenn með sér á mótið. Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62). EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62).
Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira