„Þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:40 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Afturelding tapaði gegn FH á heimavelli 27-28. FH-ingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira
„Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira