Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 08:54 Flutningabílar keyrðu líkkistur Raisi og hinna sem fórust í slysinu í gegnum miðborg Teheran að Frelsistorgi. Vísir/EPA Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi. Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi.
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39
Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47