Nýir prestar og nýir djáknar mættir til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2024 20:15 Prestarnir og djáknarnir, ásamt vígslubiskupnum í Skálholti, sem komu að prests- og djáknavígslunni í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 20. maí klukkan 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir nýir prestar og tveir nýir djáknar hafa verið vígðir til embættis í fjórum mismunandi kirkjum. Athöfnin fór fram í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn á staðnum brá sér í hlutverk biskups Íslands til að sjá um vígsluna að viðstöddum tíu prestum, sem voru vígsluvottar, auk þriggja djákna. Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira