Fyrsti stríðsþristurinn lentur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 19:17 Vélin bíður nú félaga sinna á Reykjavíkurflugvelli. Josh Fadaely-Sidhu Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við. Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við.
Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira