Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. maí 2024 17:06 Kári Stefánsson segir að Íslensk Erfðagreining hafi starfað í umboði sóttvarnarlæknis og segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi rifjaði nýverið upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Helga að það hefði verið áfall, þegar hún sá að „forsætisráðherra í manns eigin landi hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína.“ Kári Stef tók til varna og sagði Helgu fara með rangt mál. Sjá: Segir Helgu fara með rangt mál Helga sagði svo í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði brugðist hlutverki sínu þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Kári birti pistil síðdegis í dag þar sem hann sagði að samkvæmt sóttvarnarlögum væri það sóttvarnarlæknir sem ákveði til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisi, og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi sé það sóttvarnarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarði hvað teljist sóttvarnarráðstöfun, og að sóttvarnarlögin trompi persónuverndarlögin þegar ákvæði þeirra rekist á, í miðri farsótt. Héraðsdómur dæmdi Erfðagreiningu í vil Kári skrifar einnig um deiluna um það hvort sú vinna sem Íslensk Erfðagreining hafi unnið, hefði verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki sé það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn, þegar skiptar skoðanir séu á því. Þess vegna hafi ákvörðun Persónuverndar verið kærð, enda hafi héraðsdómur dæmt erfðagreiningu í vil. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hefði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til, og Katrín hafi því verið ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni, og þar af leiðandi Íslenska erfðagreiningu, hafi verið sjálfsagður. Ákvörðun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Kári segir í samtali við fréttastofu að málið sé hið undarlegasta. „Við hentum frá okkur öllum verkefnum og fórum að sinna verkefnum sóttvarnarlæknis, og gerðum það á eigin kostnað. Hjálpuðum við að greina alla sem sýktust og svo framvegis, og úr þessu varð heljarinnar vinna. Þetta var allt gert í umboði sóttvarnarlæknis og samkvæmt lögum er það sóttvarnarlæknir sem á að skipuleggja sóttvarnir þegar faraldur gengur yfir.“ Einhvers staðar á leiðinni hafi Persónuvernd komist að því að ÍE væri að vinna vísindarannsókn í heimildaleysi. Persónuvernd hafi ákvarðað, að ÍE hefði brotið lög. „Ég hótaði ekki Helgu að fara í mál við Persónuvernd, ég sagði að við myndum vísa þessari einu ákvörðun til dómstóla, sem við og gerðum, og héraðsdómur er þegar búinn að kveða upp þann dóm, að ákvörðun Persónuverndar væri ekki í samræmi við lög,“ segir Kári. Svo hafi Helga komist að þeirri niðurstöðu að Katrín hefði brugðist skyldum sínum með því að styðja ekki Persónuvernd. Kári segir að sóttvarnarlæknir hafi auðvitað verið að vinna í umboði ríkisstjórnarinnar, í samræmi við lög. Þegar Katrín standi frammi fyrir því annars vegar að styðja Persónuvernd og hins vegar sóttvarnarlækni, þá skilji Kári vel að hún hafi tekið þá ákvörðun að styðja sóttvarnarlækni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi rifjaði nýverið upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Helga að það hefði verið áfall, þegar hún sá að „forsætisráðherra í manns eigin landi hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína.“ Kári Stef tók til varna og sagði Helgu fara með rangt mál. Sjá: Segir Helgu fara með rangt mál Helga sagði svo í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði brugðist hlutverki sínu þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Kári birti pistil síðdegis í dag þar sem hann sagði að samkvæmt sóttvarnarlögum væri það sóttvarnarlæknir sem ákveði til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisi, og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi sé það sóttvarnarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarði hvað teljist sóttvarnarráðstöfun, og að sóttvarnarlögin trompi persónuverndarlögin þegar ákvæði þeirra rekist á, í miðri farsótt. Héraðsdómur dæmdi Erfðagreiningu í vil Kári skrifar einnig um deiluna um það hvort sú vinna sem Íslensk Erfðagreining hafi unnið, hefði verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki sé það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn, þegar skiptar skoðanir séu á því. Þess vegna hafi ákvörðun Persónuverndar verið kærð, enda hafi héraðsdómur dæmt erfðagreiningu í vil. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hefði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til, og Katrín hafi því verið ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni, og þar af leiðandi Íslenska erfðagreiningu, hafi verið sjálfsagður. Ákvörðun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Kári segir í samtali við fréttastofu að málið sé hið undarlegasta. „Við hentum frá okkur öllum verkefnum og fórum að sinna verkefnum sóttvarnarlæknis, og gerðum það á eigin kostnað. Hjálpuðum við að greina alla sem sýktust og svo framvegis, og úr þessu varð heljarinnar vinna. Þetta var allt gert í umboði sóttvarnarlæknis og samkvæmt lögum er það sóttvarnarlæknir sem á að skipuleggja sóttvarnir þegar faraldur gengur yfir.“ Einhvers staðar á leiðinni hafi Persónuvernd komist að því að ÍE væri að vinna vísindarannsókn í heimildaleysi. Persónuvernd hafi ákvarðað, að ÍE hefði brotið lög. „Ég hótaði ekki Helgu að fara í mál við Persónuvernd, ég sagði að við myndum vísa þessari einu ákvörðun til dómstóla, sem við og gerðum, og héraðsdómur er þegar búinn að kveða upp þann dóm, að ákvörðun Persónuverndar væri ekki í samræmi við lög,“ segir Kári. Svo hafi Helga komist að þeirri niðurstöðu að Katrín hefði brugðist skyldum sínum með því að styðja ekki Persónuvernd. Kári segir að sóttvarnarlæknir hafi auðvitað verið að vinna í umboði ríkisstjórnarinnar, í samræmi við lög. Þegar Katrín standi frammi fyrir því annars vegar að styðja Persónuvernd og hins vegar sóttvarnarlækni, þá skilji Kári vel að hún hafi tekið þá ákvörðun að styðja sóttvarnarlækni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira