Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 13:31 Allir eru velkomnir við athöfnina í Skálholsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu klukkan 17:00. Aðsend Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna. „Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján. Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað? „Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.” Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna. „Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund? „Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi. Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu. Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna. „Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján. Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað? „Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.” Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna. „Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund? „Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi. Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu. Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira