Tapið í gær þýðir að Kane missir af enn einum titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 09:01 Harry Kane virðist vera fyrirmunað að vinna titla. Mateo Villalba/Getty Images Deildarkeppni í þýsku úrvalsdeildinni lauk í gær með heilli umferð. Bayern München mátti þola 4-2 tap gegn Hoffenheim í lokaumferðinni og kastaði þar með frá sér öðru sætinu. Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira