Reus kvaddi með draumamarki og Leverkusen kláraði tímabilið ósigrað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 15:33 Liðsfélagar Marcos Reus báru hann á kóngastól eftir að hann skoraði gegn Darmstadt í dag, í sínum síðasta heimaleik fyrir Borussia Dortmund. getty/Dean Mouhtaropoulos Bayer Leverkusen fór ósigrað í gegnum þýsku úrvalsdeildina sem lauk í dag. Einn dáðasti sonur Borussia Dortmund kvaddi með marki beint úr aukaspyrnu í síðasta heimaleiknum. Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz Þýski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Sjá meira
Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Þýski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Sjá meira