Fótbolti

Kristín Dís lék allan leikinn er Brøndby komst í úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristín Dís og stöllur komust í úrslit í dag.
Kristín Dís og stöllur komust í úrslit í dag. Bröndby / X

Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Brøndby er liðið tryggði sér sæti í úrslitum dönsku bikarkeppninnar með 3-1 sigri gegn AGF í síðari undanúrslitaleik liðanna í dag.

AGF vann fyrri leik liðanna 2-1 og því þurftu Kristín og stöllur að snúa taflinu við í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Dajan Hashemi heimakonum yfir á 55. mínútu áður en Nanna Christiansen tvöfaldaði forystu Brøndby með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar.

Gestirnir minnkuðu þó muninn á 69. mínútu áður en áðurnefnd Dajan Hashemi skoraði annað mark sitt og þriðja mark Brøndby á 83. mínútu og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-1 sigur Brøndby og samanlögð úrslit í einvíginu 4-3, Brøndby í vil. Kristín og stöllur eru því á leið í úrslit þar sem liðið mætir annað hvort Nordsjælland eða Næstved, en allar líkur eru á því að Nordsjælland verði andstæðingurinn þar sem liðið vann 7-0 sigur í fyrri leiknum gegn Næstved.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×