Fyrsta HM stelpnanna okkar verður vonandi í Brasilíu 2027 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu munu örugglega gera allt sem þær geta til að fá að vera með á HM í Brasilíu eftir þrjú ár. Vísir/Vilhelm Nú er loksins ljóst hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram. Brasilía mun halda HM 2027. Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027. HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027.
HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira