Fyrsta HM stelpnanna okkar verður vonandi í Brasilíu 2027 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu munu örugglega gera allt sem þær geta til að fá að vera með á HM í Brasilíu eftir þrjú ár. Vísir/Vilhelm Nú er loksins ljóst hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram. Brasilía mun halda HM 2027. Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027. HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027.
HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira