Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2024 18:32 Katrín, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir fara yfir málin fyrir kappræður á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt. Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Sjá meira
Það er óhætt að segja að fylgi forsetaframbjóðenda sé á mikilli hreyfingu. Katrín Jakobsdóttir mælist nú með mesta fylgið eða 26,1 prósent sem er lítil breyting frá síðustu könnun Maskínu fyrir rúmri viku. Halla Hrund Logadóttir tapar hins vegar mestu fylgi milli kannana eða rétt tæplega átta prósentustigum og mælist nú með 21,8 prósent. Ekki er þó marktækur munur á fylgi hennar og Katrínar. Það er hins vegar marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs Þórhallssonar. Hann missir tæp tvö prósentustig milli kannana og er nú með 16,2 prósent en Jón Gnarr er nú með 12,6 prósent bætir við sig 1,4 prósentustigum. Tólf manns bjóða sig fram til forseta Íslands.vísir Það er hins vegar Halla Tómasdóttir sem er hástökkvarinn milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4 prósent hjá Maskínu hinn 8. maí en er nú með 14,9 prósent, tæplega þrefaldar fylgi sitt. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Jóns Gnarr. Arnar þór Jónsson bætir við sig prósentustigi milli kannana og mælist nú með 5,2 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með 1,1 prósent en aðrir frambjóðendur eru með innan við eitt prósent og jafnvel innan við hálft prósent. Hér sést vel hvernig fylgi einstakra forsetaframbjóðenda hefur breyst í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag.Grafík/Hjalti Á meðfylgjandi mynd sjáum við þróunina á fylgi sex efstu frambjóðenda samkvæmt könnunum Maskínu allt frá 8. apríl til dagsins í dag. Í fyrstu tveimur könnununum var Katrín með forystuna og Baldur fylgdi henni fast á eftir. Hinn 26. apríl skaust Halla Hrund hins vegar upp fyrir þau bæði og hélt forystunni allt þar til í könnun Maskínu í dag. Þótt fylgi Katrínar hafi lítið breyst frá 26. apríl þá mælst hún nú með mesta fylgið vegna fylgistaps Höllu Hrundar. Svo virðist sem fylgið hafa aðallega farið af henni til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur og að hluta frá Baldri,eins og sést vel á meðfylgjandi mynd.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00 Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Sjá meira
Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. 15. maí 2024 08:00
Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. 16. maí 2024 16:32
Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10
Halla þótti standa sig best Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. 15. maí 2024 10:05