Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2024 17:09 Jóhannes telur skilningsleysi stjórnvalda með ólíkindum. Hann talaði fyrir daufum eyrum í atvinnuveganefndinni í gærmorgun. „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. Hann segir að aldrei nokkur tíma verið leyfð, með fullu samþykki og fulltingi Alþingis áður verið leyft að erlendur dýrastofn eyðileggi íslenskan. Sem er þá laxinn. „Þetta er einstakt sem betur fer. En þetta er versta atlaga að íslensku lífríki sem gerð hefur verið af íslensku Alþingi og fyrir hvað? Nokkur störf?“ Jóhannes segir að allt sé undir, ferðamennskan til að mynda. Hann spyr hvort menn hafi keyrt þessa firði og séð ljósastýringarnar. Eða hlustað á baulurnar sem ganga út á að fæla fugl og svo hljóðfælur sem ætlað er að fæla burtu þá sem eru efstir í fæðukeðjunni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. Erfðasýni staðfesta eldisupprunann Út er komin skýrsla sem þeir Jóhannes og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði gerðu um uppruna sjókvíaeldislaxa. Þetta er frá rannsóknum Laxfiska haustið og veturinn 2023 í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þeir stunda rannsóknir á hrygningarþátttöku sjókvíaeldislaxa og erfðablöndun frá þeim löxum við villta laxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum með stuðningi frá Fiskræktarsjóði og Landsambandi Veiðifélaga. „Í þeim rannsóknum 2023 fengust 30 laxar sem báru einkenni sjókvíaeldislaxa. Vinnsla erfðasýna staðfestir eldisuppruna laxanna og hefur auk þess gert kleift að staðfesta fyrir flesta þeirra úr hvaða sjókvíum þeir sluppu. Af 27 eldislöxum (73-85 sentímetra langir) sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði þá reyndist einn 84 sentímetra eldislax vera runninn frá slysasleppingu úr kvíum Arnarlax við Haganes í Arnarfirði og 25 þeirra höfðu sloppið úr kví Arctic Fish við Kvígindisdal Í Patreksfirði og voru því hluti af þeirri hamfarasleppingu sem þar átti sér stað í ágúst 2023, en auk þess er erfðasýni frá einum eldislaxanna í Fífustaðadalsá óunnið,“ segir Jóhannes. Jóhannes eltis við eldislaxa í kjölfar hinnar hrikalegu slysasleppingar sem kennd hefur verið við Kvígindisdal. Í nágrannaám Fífustaðadalsár þá veiddust í vöktunarveiðunum 2023 sitthvor eldislaxinn, einn 76 sentímetra langur í Bakkadalsá og einn 81 sentímetra langur í Selárdalsá í Arnarfirði, en þeir höfðu báðir höfðu sloppið úr umræddri kví í Patreksfirði sumarið 2023. Ekki hvort heldur hvenær síðasti villti íslenski laxinn hverfur „Á Austfjörðum hefur um skeið ekki verið fullvaxinn eldislax því slátra þurfti öllum laxi þar sökum þess að veikin blóðþorra greindist í sjókvíaeldinu. Engu að síður veiddist haustið 2023 einn eldislax í hrygningarástandi í Stöðvará í Stöðvarfirði sem enn er unnið að því að rekja frá hvaða sjókvíaeldisaðila er runninn.“ Að sögn Jóhannesar kom fram við vöktunarrannsóknir í Fífustaðadalsá 2023 staðfest að eldislaxar voru að ganga í ána fram á vetur sem enn ein sönnun þess hve slungið verkefni það er að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám til að reyna að draga úr erfðablöndun af hálfu þeirra norsku sjókvíaeldisskrímsla. Jóhannes segir einsýnt að með áframhaldandi stefnu þá verði íslenski villti laxastofninn útdauður áður en varir og það þurfi ekki annað en líta til Noregs í því sambandi. Þar eru reglur hertar ár frá ári en aldrei fer neitt uppá við, þrjátíu prósent ánna eru í klessu. Dýr Lax Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Hann segir að aldrei nokkur tíma verið leyfð, með fullu samþykki og fulltingi Alþingis áður verið leyft að erlendur dýrastofn eyðileggi íslenskan. Sem er þá laxinn. „Þetta er einstakt sem betur fer. En þetta er versta atlaga að íslensku lífríki sem gerð hefur verið af íslensku Alþingi og fyrir hvað? Nokkur störf?“ Jóhannes segir að allt sé undir, ferðamennskan til að mynda. Hann spyr hvort menn hafi keyrt þessa firði og séð ljósastýringarnar. Eða hlustað á baulurnar sem ganga út á að fæla fugl og svo hljóðfælur sem ætlað er að fæla burtu þá sem eru efstir í fæðukeðjunni. Með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. Erfðasýni staðfesta eldisupprunann Út er komin skýrsla sem þeir Jóhannes og Snæbjörn Pálsson prófessor í stofnlíffræði gerðu um uppruna sjókvíaeldislaxa. Þetta er frá rannsóknum Laxfiska haustið og veturinn 2023 í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þeir stunda rannsóknir á hrygningarþátttöku sjókvíaeldislaxa og erfðablöndun frá þeim löxum við villta laxa í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum með stuðningi frá Fiskræktarsjóði og Landsambandi Veiðifélaga. „Í þeim rannsóknum 2023 fengust 30 laxar sem báru einkenni sjókvíaeldislaxa. Vinnsla erfðasýna staðfestir eldisuppruna laxanna og hefur auk þess gert kleift að staðfesta fyrir flesta þeirra úr hvaða sjókvíum þeir sluppu. Af 27 eldislöxum (73-85 sentímetra langir) sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði þá reyndist einn 84 sentímetra eldislax vera runninn frá slysasleppingu úr kvíum Arnarlax við Haganes í Arnarfirði og 25 þeirra höfðu sloppið úr kví Arctic Fish við Kvígindisdal Í Patreksfirði og voru því hluti af þeirri hamfarasleppingu sem þar átti sér stað í ágúst 2023, en auk þess er erfðasýni frá einum eldislaxanna í Fífustaðadalsá óunnið,“ segir Jóhannes. Jóhannes eltis við eldislaxa í kjölfar hinnar hrikalegu slysasleppingar sem kennd hefur verið við Kvígindisdal. Í nágrannaám Fífustaðadalsár þá veiddust í vöktunarveiðunum 2023 sitthvor eldislaxinn, einn 76 sentímetra langur í Bakkadalsá og einn 81 sentímetra langur í Selárdalsá í Arnarfirði, en þeir höfðu báðir höfðu sloppið úr umræddri kví í Patreksfirði sumarið 2023. Ekki hvort heldur hvenær síðasti villti íslenski laxinn hverfur „Á Austfjörðum hefur um skeið ekki verið fullvaxinn eldislax því slátra þurfti öllum laxi þar sökum þess að veikin blóðþorra greindist í sjókvíaeldinu. Engu að síður veiddist haustið 2023 einn eldislax í hrygningarástandi í Stöðvará í Stöðvarfirði sem enn er unnið að því að rekja frá hvaða sjókvíaeldisaðila er runninn.“ Að sögn Jóhannesar kom fram við vöktunarrannsóknir í Fífustaðadalsá 2023 staðfest að eldislaxar voru að ganga í ána fram á vetur sem enn ein sönnun þess hve slungið verkefni það er að fjarlægja sjókvíaeldislaxa úr ám til að reyna að draga úr erfðablöndun af hálfu þeirra norsku sjókvíaeldisskrímsla. Jóhannes segir einsýnt að með áframhaldandi stefnu þá verði íslenski villti laxastofninn útdauður áður en varir og það þurfi ekki annað en líta til Noregs í því sambandi. Þar eru reglur hertar ár frá ári en aldrei fer neitt uppá við, þrjátíu prósent ánna eru í klessu.
Dýr Lax Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira