Í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla segir að það að fá nýjan ríkisborgararétt sé stór áfangi og því skipti máli að fólk sem gengur til liðs við íslenskt samfélag finni að það sé hjartanlega velkomið. Forsetahjónin ávörpuðu gesti á íslensku og ensku áður en öllum var boðið upp á veitingar. Þetta er í fyrsta sinn sem hópnum er boðið á Bessastaði.
Nýir Íslendingar heimsóttu Bessastaði
Öllum þeim sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt á árinu var í dag boðið til Bessastaða á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands og Elizu Reid, forsetafrú.