„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ Aron Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 12:23 Andri Lucas Guðjohnsen virðist á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfari Lyngby, ekki á óvart hversu vel Andri hefur staðið sig upp á síðkastið Vísir/Samsett mynd „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“ Danski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Sjá meira
Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“
Danski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Sjá meira