Enrique hneykslaður: „Er þér alvara?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:00 Luis Enrique fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum í gærkvöld. Getty/Valerio Pennicino Luis Enrique, þjálfari PSG, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann var hneykslaður á spurningu um heppni, á blaðamannafundi eftir leik. PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01
Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55
Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00