Lífið

Guðni for­seti á samstöðutónleikum í Há­skóla­bíó

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Guðni forseti virðist skemmta sér vel á tónleikunum í kvöld.
Guðni forseti virðist skemmta sér vel á tónleikunum í kvöld. Vísir

Guðni Th. Jóhannesson forseti er staddur á samstöðutónleikunum sem haldnir eru í Háskólabíó til stuðnings Palestínu.

Í kvöld eru haldnir samstöðutónleikar með Gasa í Háskólabíó á sama tíma og Ísland keppir í fyrra undankvöldi Eurovision. Allur ágóði af tónleikunum rennur til mannúðaraðstoðar á Gasa í gegnum UNICEF og rauða krossinn.

Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2.

Tónlistarfólk sem koma fram eru:

  • Ásgeir Trausti
  • GDRN
  • Emmsjé Gauti
  • Una Torfa
  • Ellen Kristjánsdóttir
  • Eyþór Gunnarsson
  • Systur
  • Sigríður Thorlacius
  • Pálmi Gunnarsson
  • TÁR
  • Svala Björgvins
  • Friðrik Dór
Allur ágóði af tónleikunum rennur til mannúðaraðstoðar á Gasa.Vísir

Tengdar fréttir

Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision

Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.