Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. Ofurhlaupadrottningin Mari Järsk er á allra vörum þessa dagana og það er svo sannarlega ekki að ástæðulausu. Hún setti nýtt Íslandsmet í Öskjuhlíðinni á mánudag þegar hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Hvernig svaf Mari eftir þessi átök? „Ég svaf bara ágætlega. Ég vaknaði fyrst um klukkan eitt í nótt og var svakalega spennt að kíkja í símann en ákvað ekki að gera það. Ég þurfti að sofa aðeins meira, vaknaði um sjö og er bara ágæt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún vaknaði morguninn eftir segir hún árangurinn ekki endilega hafa náð að sökkva inn ennþá. Þá hafi hún haft í nógu að snúast við að svara skilaboðum og sinna fjölmiðlum. „Ég er ekki ennþá búin að fá þetta high. Það var dálítið erfitt að fara að pissa í morgun, ég er vel bólgin og líkaminn enn að koma til. Ég hef ekki enn náð að opna öll skilaboðin, það eru bara fréttamiðlarnir allan daginn, inn og út,“ segir Mari. Athygli vakti að hún gat ekki staðið upp á mánudagskvöldið til að taka við verðlaunagripnum og voru bólgur fljótar að myndast í fótleggjum hennar. Þær hafi þó horfið nokkuð hratt með réttri meðhöndlun á þriðjudeginum. „Ég er með smá bólgur í ökklunum, allan hringinn og smá í hnjánum. Ég er búin að vera að kæla og bera á mig þannig að ég er öll önnur strax. Ég get alveg labbað og beygt mig og gert þetta sem ég þarf að gera,“ segir Mari. Ómetanlegt að hafa stuðning Andra og Elísu En hvað fer í gegnum hugann allar þessar klukkustundir sem hún er á hlaupum? „Ég held að maður hugsi rosa lítið. Við erum bara að halda áfram, við Elísa og Andri héldum áfram alveg stanslaust saman. Þar var farið í dýpstu leyndarmálin. Þetta var einstök stund og maður stillir hausinn á að halda áfram,“ „Maður var ekki að berjast við neitt. Maður var bara að rúlla. Svo þegar maður var þreyttur á áreitinu hlustaði maður á rólega tónlist. Þetta var ekkert svo flókið sko,“ segir Mari. Elísa, Mari og Andri leiðast í mark eftir 51. hringinn.Vísir/Vilhelm Mari vísar þarna til þeirra Andra Guðmundssonar og Elísu Kristinsdóttur en það var falleg stund þegar þau komu þrjú saman í mark eftir 51. hring til að slá þástandandi Íslandsmet sem Þorleifur Þorleifsson hafði sett í fyrra. Hún segir mikið hafa munað um félagsskapinn. „Yfir daginn vorum við dugleg að tala saman. Fyrsta daginn voru auðvitað mjög margir og þá var maður að tala við alla. Svo um nóttina, þegar við fórum að rúlla saman, sem við vissum að myndi verða vegna þess að við vorum búin að æfa rosalega vel fyrir þetta hlaup, þá vorum við bæði að hlaupa saman og þegja eða að spjalla,“ „Það var svo þægilegt að vera með einhverjum en vera ekki ein. Ég man alveg áður fyrr þegar ég hef verið ein í svona hlaupi fór ég að sjá ofsjónir og ofsaþreyta. Þarna með fólkinu saman er alltaf hægt að tala saman, láta allt flakka. Það breytir leiknum svo ótrúlega mikið, að vera ekki ein í þessu,“ segir Mari. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mari Järsk eftir að Íslandsmetið var í höfn.Vísir/Vilhelm Það hefur sem sagt verið gott að geta tekið trúnó á meðan barist var við vegalengdina? „Líka bara að hugsa um eitthvað annað. Þegar þú ert að hlaupa í tvo sólarhringa, breytir það öllu. Þegar maður er ósofin, þreytt og grenjandi yfir öllu,“ „Það sem ég var aðallega að glíma við var kvíðinn fyrir nótt númer tvö. Að komast í gegnum það án þess að sofna standandi og detta út. Það var stærsti kvíðinn því að það sem ég hef verið að glíma við, að klára ekki nóttina,“ „Einhverra hluta vegna náði ég mér í ró í þetta skiptið og hvíla á milli hringja þegar ég þurfti á því að halda,“ segir Mari. „Ég þarf ekkert að sofna“ Maður veltir þá fyrir sér hvort einhver kvíði hafi verið farinn að gera vart við sig á þriðja degi, fyrir næstu nótt. Mari segir svo ekki vera en veltir fyrir sér hvernig þeir bestu í heimi nái að halda út þriðju nóttina. „Nei, þá var ég bara orðin fín. Þetta var bara fyrsta daginn sem ég er að flækja þetta í hausnum á mér. Maður hugsar um gaurana þarna úti sem eru að rúlla í fjóra sólarhringa – á hvaða amfetamíni eru þeir eiginlega – en svo er þetta kannski alveg nóg. Þjálfarinn minn sagði mér bara að slaka á. Slökun er líka hvíld og ég náði aldrei að sofna. En þessi slökun gerði eitthvað fyrir mig,“ segir Mari og bætir við: „Þá gerðist eitthvað. Ég fór út og var fersk. Þá hugsaði ég „okei, þetta virkar“, ég þarf ekkert að sofna. Þá var það „okei, kannski get ég þetta“.“ Hefði verið til í að halda áfram Hún var nefnilega klár í slaginn. Andri hafði lokið keppni eftir 52. hring en þær Elísa héldu áfram til klukkan sex á mánudagskvöldinu en þá gaf Elísa eftir og náði ekki að klára 57. hringinn, sem Mari gerði. Fyrst Elísa datt út gat Mari ekki haldið keppni áfram þar sem henni lýkur þegar einn keppandi stendur eftir. Mari hljóp þá af stað í öfuga átt, í leit að Elísu, sem komu skömmu síðar í endamarkið. Elísabet Margeirsdóttir afhenti Mari bikarinn að keppni lokinni. Stöð 2 Mari segist hafa verið klár í að halda áfram. „Ég var tilbúin í næsta hring. Það hefði verið sturlað að ná 400 (kílómetrum). En ég ætla ekkert að kenna henni um. Maður er líka inn á milli vonandi að þetta sé bara búið. Það er alveg krefjandi að vera vakandi í tvo sólarhringa og endalaust grenjandi yfir öllu sem er að hreyfast og gerast,“ „Ég hefði verið jafn þakklát ef þetta hefði klárast fimm hringjum á undan. En já, líkaminn minn var það góður að ég var til í að rúlla áfram. Ég var tilbúin í það og tilbúin að fara í nóttina. Mig langaði smá í það, þegar þú ert búin að stilla hausinn á þér,“ segir Mari. Maðurinn þarf að bíða barneigna um sinn Mari segist hafa ætlað að láta gott heita að hlaupi helgarinnar loknu en eftir að hafa klárað það á mánudaginn og átt enn bensín á tanknum getur hún ekki beðið eftir næsta hlaupi. „Það er svo skrýtið að segja, ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta hlaupið og ég yrði aðeins að slaka á. En ég er ógeðslega spennt að byrja að æfa aftur fyrir næsta hlaup,“ segir Mari. Það var í raun ótrúlegt að sjá hversu hress Mari var eftir örstuttan svefn eftir tæplega þriggja sólarhringa vöku.Vísir/Einar Hausinn er kominn þangað? „Það er spennandi að komast yfir þriðju nóttina. Þetta er ógeð á meðan þetta er, en svo er þetta geðveikt á eftir, alltaf.“ Það er bara áfram, lengra, hærra? „Allan daginn. Njöddi verður að bíða með þessi börn sko, elsku maðurinn,“ segir Mari og hlær. Hún vísar þar til kærasta síns, Njarðar Ludvigssonar, sem virðist þurfa að bíða eftir barneignum um hríð. Hvílir lengur fremur en skemur En finnur Mari eitthvað öðruvísi núna en eftir önnur hlaup? Í því ljósi að hún hljóp lengra en hún hefur nokkurn tíma gert áður. „Ekkert þannig. Maður má ekki gleyma að virða líkamann. Ég vil frekar hvíla lengur en styttra og mér finnst ekki skipta máli þó ég hlaupi ekki í þrjár vikur. Ég er löngu búin að þjálfa það upp og hægt að gera margt annað skemmtilegt,“ segir Mari. Nóg sé í boði. „Synda, hlaupa, hjóla, skíða, endalaust. Ég finn ekki þörfina til að fara að hlaupa núna.“ Stefnan er þá sett á næsta bakgarðshlaup í haust. Hún muni þó taka þátt í hlaupasumrinu en ekki álíka vegalengdir og í nýafstöðnu hlaupi. „Stóra hlaupið er í október, það er landsliðskeppni aftur. Ég hugsa að ég taki ekkert stórt núna. Ég mun leika mér og taka þátt í öllum hlaupunum í sumar en ekki eins stóru og það var núna,“ segir Mari. Enginn friður fyrir fjölmiðlum Sími Mari klingdi reglulega á meðan viðtalinu stóð og aðspurð um hvort hún fengi engan frið sagði hún kímin: „Aðallega eruð það þið,“ og vísaði þar til fjölmiðlamanna en fréttafólk frá RÚV hafði átt langa heimsókn á heimili hennar áður en undirritaðan bar að garði ásamt tökumanni. „Nei, nei, það kemur. Um leið og ég er búin að henda ykkur út þá fer ég að kíkja aftur í símann til að ná að skrolla yfir þetta allt saman,“ segir Mari glöð í bragði að endingu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Innslag úr fréttum má sjá í neðri spilaranum. Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Mari meyr eftir sigurinn „Bara svona meyr,“ segir Mari Järsk, um það hvernig henni líður eftir að hafa sigrað bakgarðshlaupið í ár. Mari hljóp 57 hringi og yfir 380 kílómetra og sigraði hlaupið eftir að Elísa Kristinsdóttir skilaði sér ekki í mark á 57. hring. 6. maí 2024 18:42 Mjölnisfólk fylgist með bakgarðshlaupurum: „Ótrúlegir íþróttamenn“ Bakgarðshlaupið fer fram í Öskjuhlíðinni þessa dagana og nú eru aðeins tveir hlauparar enn hlaupandi. Þær Mari Jaersk og Elísa Kristinsdóttir. Bækistöðvar hlaupsins, rás- og endamarkið sem og aðstaða fyrir hlauparana, er hjá Mjölni og þar hafa Haraldur Dean Nelson og hans fólk dáðst að hlaupurunum. 6. maí 2024 16:42 Þambar kakó og rjóma eftir magnað afrek: „Upp og niður eins og lífið“ Andri Guðmundsson var eðlilega stoltur eftir að hafa hlaupið 348,4 kílómetra og verið einn þeirra sem bættu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag. 6. maí 2024 14:36 „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn
Ofurhlaupadrottningin Mari Järsk er á allra vörum þessa dagana og það er svo sannarlega ekki að ástæðulausu. Hún setti nýtt Íslandsmet í Öskjuhlíðinni á mánudag þegar hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Hvernig svaf Mari eftir þessi átök? „Ég svaf bara ágætlega. Ég vaknaði fyrst um klukkan eitt í nótt og var svakalega spennt að kíkja í símann en ákvað ekki að gera það. Ég þurfti að sofa aðeins meira, vaknaði um sjö og er bara ágæt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún vaknaði morguninn eftir segir hún árangurinn ekki endilega hafa náð að sökkva inn ennþá. Þá hafi hún haft í nógu að snúast við að svara skilaboðum og sinna fjölmiðlum. „Ég er ekki ennþá búin að fá þetta high. Það var dálítið erfitt að fara að pissa í morgun, ég er vel bólgin og líkaminn enn að koma til. Ég hef ekki enn náð að opna öll skilaboðin, það eru bara fréttamiðlarnir allan daginn, inn og út,“ segir Mari. Athygli vakti að hún gat ekki staðið upp á mánudagskvöldið til að taka við verðlaunagripnum og voru bólgur fljótar að myndast í fótleggjum hennar. Þær hafi þó horfið nokkuð hratt með réttri meðhöndlun á þriðjudeginum. „Ég er með smá bólgur í ökklunum, allan hringinn og smá í hnjánum. Ég er búin að vera að kæla og bera á mig þannig að ég er öll önnur strax. Ég get alveg labbað og beygt mig og gert þetta sem ég þarf að gera,“ segir Mari. Ómetanlegt að hafa stuðning Andra og Elísu En hvað fer í gegnum hugann allar þessar klukkustundir sem hún er á hlaupum? „Ég held að maður hugsi rosa lítið. Við erum bara að halda áfram, við Elísa og Andri héldum áfram alveg stanslaust saman. Þar var farið í dýpstu leyndarmálin. Þetta var einstök stund og maður stillir hausinn á að halda áfram,“ „Maður var ekki að berjast við neitt. Maður var bara að rúlla. Svo þegar maður var þreyttur á áreitinu hlustaði maður á rólega tónlist. Þetta var ekkert svo flókið sko,“ segir Mari. Elísa, Mari og Andri leiðast í mark eftir 51. hringinn.Vísir/Vilhelm Mari vísar þarna til þeirra Andra Guðmundssonar og Elísu Kristinsdóttur en það var falleg stund þegar þau komu þrjú saman í mark eftir 51. hring til að slá þástandandi Íslandsmet sem Þorleifur Þorleifsson hafði sett í fyrra. Hún segir mikið hafa munað um félagsskapinn. „Yfir daginn vorum við dugleg að tala saman. Fyrsta daginn voru auðvitað mjög margir og þá var maður að tala við alla. Svo um nóttina, þegar við fórum að rúlla saman, sem við vissum að myndi verða vegna þess að við vorum búin að æfa rosalega vel fyrir þetta hlaup, þá vorum við bæði að hlaupa saman og þegja eða að spjalla,“ „Það var svo þægilegt að vera með einhverjum en vera ekki ein. Ég man alveg áður fyrr þegar ég hef verið ein í svona hlaupi fór ég að sjá ofsjónir og ofsaþreyta. Þarna með fólkinu saman er alltaf hægt að tala saman, láta allt flakka. Það breytir leiknum svo ótrúlega mikið, að vera ekki ein í þessu,“ segir Mari. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mari Järsk eftir að Íslandsmetið var í höfn.Vísir/Vilhelm Það hefur sem sagt verið gott að geta tekið trúnó á meðan barist var við vegalengdina? „Líka bara að hugsa um eitthvað annað. Þegar þú ert að hlaupa í tvo sólarhringa, breytir það öllu. Þegar maður er ósofin, þreytt og grenjandi yfir öllu,“ „Það sem ég var aðallega að glíma við var kvíðinn fyrir nótt númer tvö. Að komast í gegnum það án þess að sofna standandi og detta út. Það var stærsti kvíðinn því að það sem ég hef verið að glíma við, að klára ekki nóttina,“ „Einhverra hluta vegna náði ég mér í ró í þetta skiptið og hvíla á milli hringja þegar ég þurfti á því að halda,“ segir Mari. „Ég þarf ekkert að sofna“ Maður veltir þá fyrir sér hvort einhver kvíði hafi verið farinn að gera vart við sig á þriðja degi, fyrir næstu nótt. Mari segir svo ekki vera en veltir fyrir sér hvernig þeir bestu í heimi nái að halda út þriðju nóttina. „Nei, þá var ég bara orðin fín. Þetta var bara fyrsta daginn sem ég er að flækja þetta í hausnum á mér. Maður hugsar um gaurana þarna úti sem eru að rúlla í fjóra sólarhringa – á hvaða amfetamíni eru þeir eiginlega – en svo er þetta kannski alveg nóg. Þjálfarinn minn sagði mér bara að slaka á. Slökun er líka hvíld og ég náði aldrei að sofna. En þessi slökun gerði eitthvað fyrir mig,“ segir Mari og bætir við: „Þá gerðist eitthvað. Ég fór út og var fersk. Þá hugsaði ég „okei, þetta virkar“, ég þarf ekkert að sofna. Þá var það „okei, kannski get ég þetta“.“ Hefði verið til í að halda áfram Hún var nefnilega klár í slaginn. Andri hafði lokið keppni eftir 52. hring en þær Elísa héldu áfram til klukkan sex á mánudagskvöldinu en þá gaf Elísa eftir og náði ekki að klára 57. hringinn, sem Mari gerði. Fyrst Elísa datt út gat Mari ekki haldið keppni áfram þar sem henni lýkur þegar einn keppandi stendur eftir. Mari hljóp þá af stað í öfuga átt, í leit að Elísu, sem komu skömmu síðar í endamarkið. Elísabet Margeirsdóttir afhenti Mari bikarinn að keppni lokinni. Stöð 2 Mari segist hafa verið klár í að halda áfram. „Ég var tilbúin í næsta hring. Það hefði verið sturlað að ná 400 (kílómetrum). En ég ætla ekkert að kenna henni um. Maður er líka inn á milli vonandi að þetta sé bara búið. Það er alveg krefjandi að vera vakandi í tvo sólarhringa og endalaust grenjandi yfir öllu sem er að hreyfast og gerast,“ „Ég hefði verið jafn þakklát ef þetta hefði klárast fimm hringjum á undan. En já, líkaminn minn var það góður að ég var til í að rúlla áfram. Ég var tilbúin í það og tilbúin að fara í nóttina. Mig langaði smá í það, þegar þú ert búin að stilla hausinn á þér,“ segir Mari. Maðurinn þarf að bíða barneigna um sinn Mari segist hafa ætlað að láta gott heita að hlaupi helgarinnar loknu en eftir að hafa klárað það á mánudaginn og átt enn bensín á tanknum getur hún ekki beðið eftir næsta hlaupi. „Það er svo skrýtið að segja, ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta hlaupið og ég yrði aðeins að slaka á. En ég er ógeðslega spennt að byrja að æfa aftur fyrir næsta hlaup,“ segir Mari. Það var í raun ótrúlegt að sjá hversu hress Mari var eftir örstuttan svefn eftir tæplega þriggja sólarhringa vöku.Vísir/Einar Hausinn er kominn þangað? „Það er spennandi að komast yfir þriðju nóttina. Þetta er ógeð á meðan þetta er, en svo er þetta geðveikt á eftir, alltaf.“ Það er bara áfram, lengra, hærra? „Allan daginn. Njöddi verður að bíða með þessi börn sko, elsku maðurinn,“ segir Mari og hlær. Hún vísar þar til kærasta síns, Njarðar Ludvigssonar, sem virðist þurfa að bíða eftir barneignum um hríð. Hvílir lengur fremur en skemur En finnur Mari eitthvað öðruvísi núna en eftir önnur hlaup? Í því ljósi að hún hljóp lengra en hún hefur nokkurn tíma gert áður. „Ekkert þannig. Maður má ekki gleyma að virða líkamann. Ég vil frekar hvíla lengur en styttra og mér finnst ekki skipta máli þó ég hlaupi ekki í þrjár vikur. Ég er löngu búin að þjálfa það upp og hægt að gera margt annað skemmtilegt,“ segir Mari. Nóg sé í boði. „Synda, hlaupa, hjóla, skíða, endalaust. Ég finn ekki þörfina til að fara að hlaupa núna.“ Stefnan er þá sett á næsta bakgarðshlaup í haust. Hún muni þó taka þátt í hlaupasumrinu en ekki álíka vegalengdir og í nýafstöðnu hlaupi. „Stóra hlaupið er í október, það er landsliðskeppni aftur. Ég hugsa að ég taki ekkert stórt núna. Ég mun leika mér og taka þátt í öllum hlaupunum í sumar en ekki eins stóru og það var núna,“ segir Mari. Enginn friður fyrir fjölmiðlum Sími Mari klingdi reglulega á meðan viðtalinu stóð og aðspurð um hvort hún fengi engan frið sagði hún kímin: „Aðallega eruð það þið,“ og vísaði þar til fjölmiðlamanna en fréttafólk frá RÚV hafði átt langa heimsókn á heimili hennar áður en undirritaðan bar að garði ásamt tökumanni. „Nei, nei, það kemur. Um leið og ég er búin að henda ykkur út þá fer ég að kíkja aftur í símann til að ná að skrolla yfir þetta allt saman,“ segir Mari glöð í bragði að endingu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Innslag úr fréttum má sjá í neðri spilaranum.
Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35
Mari meyr eftir sigurinn „Bara svona meyr,“ segir Mari Järsk, um það hvernig henni líður eftir að hafa sigrað bakgarðshlaupið í ár. Mari hljóp 57 hringi og yfir 380 kílómetra og sigraði hlaupið eftir að Elísa Kristinsdóttir skilaði sér ekki í mark á 57. hring. 6. maí 2024 18:42
Mjölnisfólk fylgist með bakgarðshlaupurum: „Ótrúlegir íþróttamenn“ Bakgarðshlaupið fer fram í Öskjuhlíðinni þessa dagana og nú eru aðeins tveir hlauparar enn hlaupandi. Þær Mari Jaersk og Elísa Kristinsdóttir. Bækistöðvar hlaupsins, rás- og endamarkið sem og aðstaða fyrir hlauparana, er hjá Mjölni og þar hafa Haraldur Dean Nelson og hans fólk dáðst að hlaupurunum. 6. maí 2024 16:42
Þambar kakó og rjóma eftir magnað afrek: „Upp og niður eins og lífið“ Andri Guðmundsson var eðlilega stoltur eftir að hafa hlaupið 348,4 kílómetra og verið einn þeirra sem bættu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag. 6. maí 2024 14:36
„Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13