Sport

Þor­leifur horfði á Ís­lands­met sitt falla: „Kom á ó­vart“

Aron Guðmundsson skrifar
Þorleifur samgleðst hlaupurunum sem brutu Íslandsmet hans. Hann var mættur fremstur til þess að hvetja þau áfram
Þorleifur samgleðst hlaupurunum sem brutu Íslandsmet hans. Hann var mættur fremstur til þess að hvetja þau áfram Vísir/Samsett mynd

Ís­lands­metið í Bak­garðs­hlaupum var slegið í dag og hefur verið marg­bætt eftir því sem líður á daginn nú þegar að tveir hlauparar standa eftir. Mari Jaersk og Elísa Kristins­dóttir. Þor­leifur Þor­leifs­son, sem var hand­hafi Ís­lands­metsins fyrir daginn í dag, gleðst með kollegum sínum en segir það jafn­framt koma sér á ó­vart ó­vænt að metið hafi verið slegið í dag.

„Þetta var bara alveg geð­veikt,ׅ“ segir Þor­leifur að­spurður hvernig það hafi verið að sjá Mari Jaersk, Elísu Kristins­dóttur og Andra Guð­munds­son koma í mark fyrr í dag í Öskju­hlíðinni og slá Ís­aldns­met hans.

Þor­leifur stóð á hliðar­línunni og hvatti hlauparana á­fram eftir að hafa sjálfur þurft að draga sig til hlés í keppninni sökum meiðsla.

„Bara rosa­lega gaman að horfa á þetta og fylgjast með þeim slá metið. Það eru allir að spyrja mig að því hvernig mér líði með þessi tíðindi. Maður svo sem átti ekki von á því að metið yrði slegið í dag. Ég get alveg viður­kennt það og var alveg búinn að setja mér það markmið að slá það í haust í sam­floti með ein­hverjum. Þetta kom á ó­vart en bara gríðar­lega gaman að þetta skildi takast.“

Við­talið við Þor­leif, sem var tekið skömmu eftir að Ís­lands­met hans féll fyrr í dag, má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×