Þambar kakó og rjóma eftir magnað afrek: „Upp og niður eins og lífið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 14:36 Andri Guðmundsson hljóp tæpa 350 kílómetra áður en hann ákvað að láta staðar numið. VÍSIR/VILHELM Andri Guðmundsson var eðlilega stoltur eftir að hafa hlaupið 348,4 kílómetra og verið einn þeirra sem bættu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag. Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13
Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35
Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33