Í hlaupinu hafa keppendur eina klukkustund til að klára 6,7 kílómetra langan hring og lagt er af stað í næsta hring á hverjum heila tíma.
Þremenningarnir hafa verið á hlaupum síðan klukkan níu á laugardagsmorgun og kláruðu 51. hringinn í hádeginu til að slá Íslandsmet Þorleifs Þorleifssonar upp á 50 hringi.
Með því að klára 51. hringinn klukkuðu þau 341,7 kílómetra í hlaupinu.
Andri hætti keppni upp úr klukkan 13 en þær Mari og Elísa eru enn að. Beint streymi frá hlaupinu má nálgast að neðan.